Blog

Takk fyrir aðventukaffið!

Við í stjórn KSF viljum þakka öllum þeim sem komu að aðventukaffinu á einhvern hátt kærlega fyrir. Gaman að fólk skyldi gefa sér tíma til að kíkja og styrkja KSF í leiðinni, við metum það mikils 🙂


17. December 2012 0

Aðventukaffi sunnudaginn 16. des

KSF mun standa fyrir aðventukaffi sunnudaginn 16.desember kl. 14-17! Kaffið verður haldið í sal SÍK, Háaleitisbraut 58-60, í Reykjavík. Allir velkomnir! Aðgangseyrir er sem hér segir: – Fullorðnir: 1000kr – Börn (6-12ára): 500kr – Börn (5 ára og yngri): Frítt Fyrir þessa upphæð er hægt að gæða sér á kökum og öðrum kræsingum sem verða…
Read more


13. December 2012 0

KSF fundur á Holtavegi 28

Á fimmtudaginn verður að sjálfsögðu KSF fundur. Ragnar Schram kemur og verður með ræðu. Kjörið að taka smá tíma frá og koma og njóta góðs samfélags. ATHUGIÐ! Fundurinn verður á Holtavegi 28 (hús KFUM og KFUK), ekki Dómkirkjunni. Að venju hefst fundurinn kl. 20:30. Sjáumst!


12. December 2012 0

Sund í Laugardalslauginni!

Eins og áður hefur komið fram verðum við ekki í Valsheimilinu í desember! Í staðinn hittumst við í Laugardalslauginni klukkan 20:30! 🙂 Það er kjörið fyrir okkur sem erum í prófum að taka smá pásu frá lestrinum og hitta ykkur hin sem eruð búin/ekki í prófum! 😀 Hlakka til að sjá ykkur hress og kát…
Read more


10. December 2012 0

Fimmtudagar=KSF-dagar!

Á morgun er fimmtudagur! Fimmtudagar=KSF-dagar! – Dómkirkjan í Reykjavík – Klukkan 20:30, stundvíslega 😉 – Tilvalið að taka sér smá frí frá lestri! 🙂 – dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson ætlar að halda áfram með ræðuefni síðustu viku og fjalla um Pál postula. Ég hlakka til að sjá ykkur! 🙂


5. December 2012 0