Blog

Sund kl 20.30 á þriðjudag í Laugardalslaug

Á morgun, þriðjudag, ætlum við að fara í sund í Laugardalslaug. Tilvalið að fá sér smá pásu frá prófalestri og slaka á í heitu pottunum, nú eða að næla sér í smá prófatan. Mæting kl. 20.30 í anddyri Laugardalslaugar


4. December 2012 0

Vantar þig prófanammi?

Vantar þig prófanammi? Bland í poka frá Sambó 620gr. Fullur poki af lakkrís, kúlusúkki og snjóboltum! Pokinn kostar aðeins 1000kr og ágóðinn rennur til KSF 🙂 Vinsamlegast hafið samband við Kristbjörgu í síma: 661 2672 eða á netfangið: krissa (hjá) ksf.is, ef þið hafið áhuga á að kaupa nammi.


30. November 2012 0

Páll postuli: Maðurinn og kölluni

Næsta fimmtudagskvöld ætlar Guðlaugur Gunnarsson að koma og tala til okkar, yfirskriftin er Páll postuli: Maðurinn og kölluni. Tónlistin verður einnig á sínum stað. Þetta er kjörið tækifæri til þess að taka sér smá frí frá lærdómi! Fundurinn byrjar kl 20:30. Fyrir fund eða klukkan 20.15 verður bænastund. Hlökkum til að sjá ykkur 🙂


27. November 2012 0

Síðustu íþróttir fyrir jól

Þá er komið að síðasta skiptinu okkar í Valsheimilinu í haust. Þar sem þetta er síðasta skiptið verður að sjálfsögðu farið í bandý! Búast má við rífandi stemningu og miklum hasar. Vinsamlegast mætið rétt fyrir kl. 22 í Valsheimilið að Hlíðarenda svo við getum nýtt þennan stutta tíma sem við höfum salinn. Leiðinlegt ef 5-10…
Read more


25. November 2012 0

Hittumst á Glætunni á fimmtudag

Á fimmtudaginn verður KSF fundur með öðru sniði en venjulega vegna þess að Dómkirkjan er upptekin undir tónleikahald. Í staðin ætlum við að hittast á kaffihúsinu Glætunni á Laugavegi 19, fá okkur heitan kaffibolla eða kakó og eiga notalega stund saman. Hlökkum til að sjá ykkur. Mæting kl 20:30.


21. November 2012 0