Blog

Sumardags-gleði KSF!

Á fimmtudagskvöldið næsta verður EKKI fundur í Dómkirkjunni eins og venjulega! Ástæðan er einföld: Þá er sumardagurinn fyrsti 😉 Við ákváðum að breyta svolítið út af vananum og fara frekar út að borða saman og sameinast svo í heimahúsi og hafa spilakvöld! Hver veit nema einhverjar veitingar verði í boði á spilakvöldinu…! Spennandi…! 😉 Hugmyndin…
Read more


16. April 2012 0

Íþróttir KSF – sund

Á morgun, þriðjudag, verður farið í sund í íþróttum KSF. Hver veit nema farið verði í létta sundleikfimi ásamt því sem slakað verður á í pottunum. Ætlum að hittast í Árbæjarlaug kl. 20. Sjáumst þar 😉


16. April 2012 0

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar

Á morgun, fimmtudaginn 12. apríl, verður KSF fundur kl 21:00 í Dómkirkjunni. Þetta er fyrsti fundur nýrrar stjórnar svo við hvetjum fólk eindregið til að mæta! Jón Ómar ætlar að koma og tala til okkar og að sjálfsögðu verður orð og bæn og tónlistin á sínum stað.


11. April 2012 0

Íþróttir KSF, Klambratúni

Á morgun, þriðjudaginn 10. apríl, ætlum við KSF-ingar að hittast á Klambratúni og gera eitthvað skemmtilegt saman. Hugmyndin er að hittast klukkan 21:00 hjá Kjarvalsstöðum og fara í frisbí og brennó og fleira. Þið megið endilega mæta með bolta og þess háttar.


9. April 2012 0