Blog

Spilakvöld KSF

Fyrsti sumarfundur KSF verður haldinn fimmtudaginn 18. júní kl. 21:00. Þá ætla KSF-ingar að hittast í Furugrund 46 í Kópavogi og spila. Öllum er heimilt að koma með skemmtileg spil með sér en nokkur snilldarspil eins og t.d. Bonanza verða á svæðinu. Stjórnin hvetur sem flesta til að mæta 🙂


16. June 2009 0

Heiðmerkurfundur KSF

Laugardaginn 30. maí verður árlegur Heiðmerkur fundur KSF. KSS ætlar að koma í heimsókn og njóta útiverunnar með okkur. Jón Ómar verður ræðumaður og gefur okkur góð orð til að leiða okkur inn í sumarið. Þeir allra hörðustu ætla að mæta kl. 19:00 og grilla saman (fólk þarf þá sjálft að koma með mat). Að…
Read more


27. May 2009 0

Að halda í trúna

Næstkomandi laugardag, 23. maí, verður KSF fundur haldinn í Langholtskirkju, kl. 20:30. Ræðumaður fundarins er Gunnar Einar Steingrímsson, djákni í Grafarvogskirkju, einnig þekktur sem Gunni Æskulýðströll. Gunnar ætlar að spjalla við KSF-inga um efnið:  “Að halda í trúna” og verður forvitnilegt að heyra með hvaða hætti hann hyggst nálgast efnið.


19. May 2009 0

KSF fundur í Langholtskirkju: Baldur Ragnarsson

Á laugardaginn kemur ætlar Baldur Ragnarsson að koma í heimsókn á KSF fund og segja frá dvöl sinni erlendis. Hann deilir með okkur gjörólíku menningarumhverfi sem hann upplifði og á örugglega eftir að skella upp einhverjum myndum frá dvölinni. Fundurinn verður í Langholtskirkju og hefst kl. 20:30


28. April 2009 0

Heimafundur á laugardaginn

Næstkomandi laugardag, 25. apríl kl. 20:30, verður heimafundur í KSF. Fundurinn verður haldinn heima hjá Aidan, Lindargötu 46a, íbúð 411, 101 Reykjavík (smelltu hér til að sjá kort af svæðinu). Ræðumaður verður Aidan sjálfur og ætlar hann að segja okkur frá kristilegu starfi meðal erlendra stúdenta sem hann stendur fyrir í samstarfi við Hallgrímskirkju. Að…
Read more


22. April 2009 0