Blog

Fundurinn í kvöld

KSF-fundur verður að venju haldinn í Langholtskirkju í kvöld og Rob Bell mun tala við okkur frá Ameríkunni. Eftir fund ætlum við að spila spil á borð við Ticket to Ride, Bohnanza, Ligretto og fleiri spil verða í boði. Hlökkum til að sjá sem flesta.


21. February 2009 0

Árshátíð KSS og KSF

Þá er komið að hinni árlegu árshátíð KSS og KSF. Hún verður haldin þann 28.febrúar í Háteigskirkju.  Það kostar 3700 krónur á árshátiðina ef miðinn er keyptur eða pantaður fyrir miðvikudaginn 25.febrúar. Ef miðinn er hins vegar keyptur við dyrnar kostar 4200 krónur inn. Hægt er að panta miða hjá Árna Gunnari í síma 663-9093…
Read more


18. February 2009 0

KSF á Valentínusardag!

Já góðir hálsar á morgun laugardag verður KSF fundur að vanda og að sjálfsögðu verðum við í Langholtskirkju og hittumst kl. 20:30. Í þetta skiptið ætlum við Héraðsbúarnir að heiðra Reykvíkinga með nærveru okkar og mun Þorgeir ræða við okkur um trú. Hittumst heil á morgun, við hlökkum til að sjá ÞIG!


13. February 2009 0

Eru syndir misstórar?

Hvað heldur þú? Árný Jóhannsdóttir ætlar að velta þessu fyrir sér á KSF fundi á morgun, laugardaginn 7. febrúar. Þetta er áhugaverð pæling og örugglega ekki allir á eitt sáttir. Við verðum í Langholtskirkju og byrjum kl. 20:31. Það ætti að gefa öllum nægan tíma til þess að mæta á fundinn á réttum tíma 😉…
Read more


6. February 2009 0

Stúdentamót KSF

Kæru KSFingar og aðrir áhugasamir. Næstu helgi, 30. janúar – 1. febrúar, verður haldið Stúdentamót KSF í Sumarbúðum KFUK, Ölveri. Lagt verður af stað á einkabílum klukkan 17:00 og áætluð koma í Ölver er rúmlega 18. Verð á mótið er 4000 kr og það gjald er annað hvort borgað fyrir brottför á Holtavegi 28, en…
Read more


25. January 2009 0