Blog

Heimafundur í kvöld

Í kvöld verður heimafundur í KSF. Fundurinn verður haldinn í Reyðarkvísl 25 (sjá kort) þar sem frú Erna og herra Þráinn eiga heimili sitt um þessar mundir. Hr. Þráinn Haraldsson ætlar að segja okkur aðeins frá Prédikaranum og má búast við afar fróðlegu erindi þessa yngsta æskulýðsfulltrúa Hjallakirkju. Sjáumst kl. 20:30 🙂


24. January 2009 0

Ertu fordómafull(ur)? KSS kemur í heimsókn

Næsta laugardag, þann 17.janúar, ætlum við í KSF að bjóða KSS-ingunum í heimsókn til okkar. Fundurinn verður haldinn í stóra safnaðarsalnum í Langholtskirkju og byrjar venju samkvæmt kl. 20:30. Toshiki Toma, prestur innflytjenda, ætlar að koma og ræða við okkur um fordóma. Við bjóðum KSS-ingum upp á ekta KSF-fund og hlökkum til að fá þau…
Read more


14. January 2009 0

KSF fundur 10 janúar

Sæl börnin góð Í kvöld er KSF fundur kl 20:30 í Langholtskirkju. Við ætlum að hafa það gott með því að syngja nokkur lög og svo ætla Karl Jónas Gíslason og Ragnheiður Guðmundsdóttir (Kalli og Raggý) að koma og segja okkur frá verkum þeirra sem kristniboðar í Eþíópíu en þau eru hér á landi þangað…
Read more


10. January 2009 0

KSF í kvöld!

Jæja góðir gestir í dag er laugardagur og hvað gerist á laugardögum? Jú að sjálfsögðu er KSF fundur! Í kvöld ætlum við sem sagt öll að fjölmenna á fyrsta KSF fund nýs árs. Fundurinn verður í Langholtskirkju og byrjar kl. 20:30 að vanda. Sr. Íris Kristjánsdóttir mun heiðra okkur með nærveru sinni og hver veit…
Read more


3. January 2009 0

Áramótagleði KSF

Stjórn KSF óskar þér gleðilegs árs og þakkar fyrir samfylgdina á líðandi ári. Áramótagleði KSF verður, venju samkvæmt, haldin á nýársnótt. Við ætlum að hittast heima hjá Guðmundi Karli, Furugrund 46 í Kópavogi og fagna nýju ári saman. Húsið opnar kl. 01:30 eftir miðnætti. Veitingar verða í boði KSF. Við hvetjum alla KSF-inga nær og…
Read more


30. December 2008 0