Þorláksmessustund
Hin árlega Þorláksmessustund verður haldin á morgun, 23. desember, kl 23:30 í Friðrikskapellu. Við hvetjum þig til að mæta á þessa stund sem er orðin mikilvægur þáttur í jólaundirbúningnum fyrir marga KSF-inga.
“Fyllerí um jólin” og skautar
Á næsta KSF fundi talar Tómas Torfason, formaður KFUM og KFUK. Yfirskriftin er Fyllerí um jólin. Án þess að fara nákvæmlega ofan í efni dagsins er óhætt að fullyrða að það verður forvitnilegt, en engum verður þó misboðið. Fundurinn verður haldinn í Langholtskirkju og hefst kl. 20:30. Gestir eru hvattir til að vera jólalegir til…
Read more
Heimafundur á aðventunni
Næsti KSF fundur verður haldinn laugardaginn 13. desember kl. 20:30. Fundurinn verður haldinn í heimahúsi í Furugrund 46 Kópavogi (smelltu til að skoða kort). Ræðumaður verður Guðlaugur Gunnarsson kristniboði. Taktu þér endilega tíma til að slaka á í góðum félagsskap og njóta þess að heyra Guðs orð 🙂
Ertu bensínlaus?
Á KSF fundi á morgun, 6. desember, ætlar æskulýðspresturinn Jón Ómar að ræða um hvort við séum nokkuð orðin bensínlaus. Fundurinn verður haldinn í Langholtskirkju og hefst venju samkvæmt kl. 20:30. Er ekki tilvalið að hvíla sig aðeins frá próflestri og kíkja á KSF fund? Jú jú ekki spurning 🙂