Blog

Þetta er Eurovision lag, þetta er Eurovision lag…

… þetta er alveg týpískt Eurovision lag! Já næstkomandi laugardagskvöld verður að sjálfsögðu Eurovision teiti á vegum KSF. Teitið verður haldið heima hjá Hlín og Þorgeiri að Þórðarsveigi 16, íb. 202 í Reykjavík (Grafarholti). Þar sem útsendingin hjá sjónvarpinu hefst kl. 19.00 mun húsið opna um kl. 18:28. Boðið verður upp á einhverjar veitingar bæði…
Read more


22. May 2008 0

Fundur á Háaleitisbraut

KSF fundur í kvöld verður á Háaleitisbrautinni og hefst kl. 20:30. Ræðumaður verður Ragnar Gunnarsson. Kíkið endilega við, líka þið sem eruð í prófum, það er alveg nauðsynlegt að slappa aðeins af með því að mæta á fund. Sjáumst, stjórnin.


17. May 2008 0

Hefurðu einhvern tíma komið heim til skólaprests?

Ef ekki, þá ertu heppin(n). Þú hefur nefnilega tækifæri til þess að upplifa eitthvað alveg nýtt á laugardaginn kemur, 10. maíl. Þann dag verður KSF heimafundur hjá sr. Guðna Má, Trönuhjalla 5, Kópavogi. Smelltu hér til þess að skoða kort / Click here for a map. Guðni Már ætlar að vera með hugleiðingu, sennilega leiða…
Read more


8. May 2008 0

Heimafundur

Næsta laugardag mun vera heimafundur hjá fyrverandi Eþíópíu-, Noregs og Engladsbúa, fyrverandi nemenda við Álftamýraskóla og Kvennaskólanns í Reykjavík og verðandi lögfræðingi og hæstaréttardómara, honum Gísla Davíð. Fundurinn hefst kl. 20:30 á Bjarnarstíg 12 og mun Guðmundur Karl flytja okkur nokkur orð ásamt því að gerð verður tilraun á endurflutningi á myndbandi frá stjórninni og…
Read more


1. May 2008 1

Vefsíða færð til

Kæru KSF-ingar. Af fjárhagslegum ástæðum hefur vefsíða félagsins verið færð á nýja vefþjóna. Vegna þessa má búast við smávægilegum truflunum á vefsíðunni, en undirritaður mun þó gera sitt besta til þess að halda þeim í algeru lágmarki. Kveðja Guðmundur Karl Gjaldkeri og sjálfskipaður vefstjóri.


25. April 2008 0