Blog

Aðalfundur nálgast eins og óð fluga

Já í þessum rituðu orðum eru aðeins rúmar fjórar klukkustundir í aðafund KSF. Á fundinum fara fram hefðbundin aðalfundarstörf. Þau eru auðvitað misskemmtileg en þar sem aðalfundur er æðsta vald í málefnum félagsins eru félagsmenn hvattir til þess að mæta og fá þannig tækifæri til þess að hafa áhrif á starf og stefnu félagsins. Fundurinn…
Read more


5. April 2008 0

Aðalfundur KSF

Ég vil fyrir alla muni minna KSF-inga á aðalfundinn sem haldinn verður á laugardaginn. Fundurinn hefst á venjulegum fundartíma, kl. 20:30 og verður að venju haldinn á Holtavegi 28, í kjallaranum. Ég vil hvetja ykkur til þess að koma og láta málefni félagsins ykkur varða, því eins og flestir vita þá er aðalfundurinn æðsta vald…
Read more


2. April 2008 0

Heimafundur á laugardag

Á morgun, laugardaginn 29. mars verður heimafundur. Að þessu sinni er hann heima hjá Salvari, Lynghaga 2 og hefst kl. 20Þ30 Að vanda verður létt stemning, söngu og Guðs orð. Hvetjum alla til að koma. Þetta er einnig síðasti fundur fyrir aðalfund en hann verður haldin á Holtavegi laugardaginn 5. apríl.


28. March 2008 0

Páskafundur á Holtavegi

Á morgun, laugardaginn 22. mars, verður KSF fundur í kjallaranum á Holtavegi 28. Fundurinn verður að sjálfsögðu með páskaívafi og hugleiðingu frá formanni vorum. Páskaeggjabingó verður á sínum stað og að loknum fundi verður haldið í partý ásamt KSS. Sjáumst á Holtaveginum á morgun.


21. March 2008 0

Myndir úr Gullna hringnum

Á laugardaginn bauð KSF norska kórnum í túristaferð. Farinn var Gullni hringurinn og var mikil ánægja með daginn. Ég tók eitthvað af myndum í ferðinni og þær má núna finna hér á vefnum.


17. March 2008 0