Blog

Árshátíð KSS og KSF

Senn líður að árshátíð okkar ágætu félaga en hún verður haldin þann 1. mars næstkomandi í Grafarvogskirkju. Þemað að þessu sinni er víkingaþema en þó eru ekki gerðar neinar kröfur um að gestir mæti í víkingaklæðnaði. Húsið opnar klukkan 18:30 og maturinn hefst klukkan 19. Eftir matinn mun hljómsveitin Hvar er Mjallhvít? leika fyrir dansi…
Read more


19. February 2008 0

Heimafundur laugardaginn 16. febrúar

Það verður notalegur heimafundur laugardaginn 16. febrúar kl. 20:30 að vanda. Fundurinn verður haldinn heima hjá Tinnu Rós, Malarási 16, 110 Reykjavík. Eftir fundinn verður svo haldið í kvikmyndahús þar sem horft verður á kvikmynd og hugsanlega snætt sælgæti. Við hvetjum ÞIG til þess að mæta, það er alltaf jafn notalegt að verja laugardagskvöldi á…
Read more


15. February 2008 0

KSF fundur á Háaleitisbrautinni

Stjórnin minnir á að KSF fundur verður haldinn á Háaleitisbrautinni á morgun, laugardaginn 9. febrúar kl. 20:30. Á fundinum verður m.a. vitnisburður af stúdentamóti og fleira skemmtilegt. Sjáumst 🙂


8. February 2008 0

Stúdentamót í Ölveri

Helgina 1-3. febrúar verður haldið stúdentamót í Ölveri. Farið verður á einkabílum og gert ráð fyrir að koma í Ölver á milli kl. 18 og 18:30. Verð: 4000 kr. Sjáumst í Ölveri


1. February 2008 0

Heimafundur í kvöld

Í kvöld, laugardaginn 26. janúar, verður heimafundur í KSF. Fundurinn verður haldinn heima hjá Tótu, Laugavegi 146 (á horninu á Laugavegi og Mjölnisholti). Fundurinn hefst að vanda kl. 20:30. Sjáumst öll hress og kát.


26. January 2008 0