Blog

Aðventan

Á KSF fundi laugardaginn 1. desember ætlar Ragnar Snær Karlsson að koma og tala um aðventuna, hver er sagan á bak við hana og hvað þýðir hún fyrir okkur. Eftir fund verður svo stórskemmtileg skautaferð í samfloti með KSS-ingum. Ekki láta þig vanta 🙂


1. December 2007 0

Opinn stjórnarfundur og NOSA kynning

Á laugardaginn verður haldinn opinn stjórnarfundur hjá KSF. Á fundinum verða rædd málefni félagsins á opinn hátt, þeirra á meðal félagafjölgun og fyrirkomulag funda. Matur verður í boði félagsins. Opni stjórnarfundurinn hefst kl. 18:00 á Háaleitisbraut. Við hvetjum alla félagsmenn til þess að mæta. Kl. 20:30 verður svo hefðbundinn KSF fundur þar sem NOSA farar…
Read more


22. November 2007 0

Heimafundur

Í kvöld verður breytt út af vananum og í stað hefðbundin fundar á Háaleitisbraut verður heimafundur. Hann verður heima hjá Ernu og Þráni, Eggertsgötu 34, íbúð 206 og hefst kl 20:30 Við ætlum að eiga góða og skemmtilega stund og njóta þess að vera saman.


17. November 2007 0

Bænaganga og tónleikar

Næstkomandi laugardag verður ekki KSF fundur með hefðbundnu sniði. Samkirkjuleghreyfing stendur fyrir bænagöngu og tónleikum og ætlum við að taka þátt í því. Bænagangan leggur af stað frá Hallgrímskirkju kl 14:00 og tónleikarnir hefjast í Laugardalshöllinni kl 18:00. Til að forvitnast nánar er hægt að kíkja á heimasíðu dagsins!


7. November 2007 0

3. nóvember

Í kvöld verður KSF fundur að vanda á Háaleitisbrautinni kl 20:30. Að þessu sinni er gestur okkur Hans Guðberg. Þetta verður skemmtilegur og uppbyggilegur fundur. Hvet alla til að koma og eiga samfélag með okkur í kvöld.


3. November 2007 0