Blog

Lofgjörð og fyrirbæn

KSF fundur næsta laugardag verður ekki með hefðbundnu sniði. Í stað ræðumanns verður lofgjörðar og fyrirbænastund. Hefst hún kl 20:30 líkt og vanalega. Boðið verður upp á rólega tónlist, stutta hugleiðingu, bænir og fyrirbæn. Við hvetjum sem flesta til að nýta þetta tækifæri, koma á laugardaginn og slaka á og heyra Guðs orð og nálgast…
Read more


19. September 2007 1

Fundur á morgun

Jæja góðir gestir. Á morgun laugardaginn 15. september verður stórskemmtilegur KSF fundur að vanda. Ragnar Gunnarsson ætlar að tala til okkar. Hittumst hress og kát kl.20:30 og njótum þess að eiga stund saman. Þá má ekki gleyma að syngja afmælissönginn fyrir “tvíburana” okkar Jón Ómar og Sólveigu sem verða einmitt 25 ára á morgun! Vei!…
Read more


14. September 2007 0

SMS frá KSF

Nú hefur verið tekið í notkun nýtt símanúmer hjá KSF sem notað verður eingöngu til þess að senda SMS. Númerið er 659-5080. Númerið verður ekki opið að staðaldri og því ekki hægt að senda skilaboð á það. Stjórnin hvetur alla KSF-inga til þess að skrá sig á SMS listann séu þeir ekki þar nú þegar.…
Read more


7. September 2007 1

Laugardagurinn 8. september

Á laugardaginn er fyrsti “venjulegi” vetrarfundur KSF. Síðasta laugardag var vel heppnaður og vel sóttur heimafundur en að þessu sinni verðum við á Háaleitisbraut. Fundurinn hefst að venju kl. 20:30 og ræðumaður er sr. Íris Kristjánsdóttir. Sjáumst hress og kát á laugardaginn 🙂


7. September 2007 0

Veturinn nálgast óðfluga

Nú er sumarið alveg að klárast og það þýðir bara eitt: KSF er að fara í fullan gang aftur 🙂 Fyrsti vetrarfundurinn verður haldinn laugardaginn 1. september kl. 20:30 í Furugrund 46, Kópavogi. Við ætlum að hafa notalegan fund saman, borða nammi, syngja, borða nammi, hafa bænastund, borða nammi, spjalla, borða nammi og… já alveg…
Read more


27. August 2007 2