Category: Viðburðir

Sumarfundur í Kaldárseli

Sumarfundur KSF verður í Kaldárseli í kvöld. Þar ætlar Þórarinn Björnsson að fara með okkur í göngu um svæðið og segja frá alls konar fróðleik sem sennilega enginn nema hann veit. Þetta er frábært tækifæri til þess að kynnast svæðinu, hitta skemmtilegt fólk og fara í hressandi göngutúr. Mæting er í Kaldársel kl. 19:50


10. July 2008 1

Heimafundur 26. júní

Þá er komið að öðrum sumarfundi KSF. Fundurinn verður haldinn heima hjá Guðmundi Karli, Furugrund 46 í Kópavogi. Við ætlum að spila, spjalla, hafa bænastund og fleira. Fundurinn hefst kl. 20:30 fimmtudaginn 26. júní. Það væri gaman að sjá sem flesta 🙂


25. June 2008 0

Sumarfundur

Þá er komið að fyrsta sumarfundi KSF í sumar. Við ætlum að skella okkur í sund í Árbæjarlaug á fimmtudaginn kemur, 12. maí. Við hittumst í anddyrinu kl. 20:30 og munum að sjálfsögðu eftir sundfötum (nema fyrir þá allra hörðustu) og 360 kr (eða öðrum leiðum til þess að greiða í sundið. Dragið nú eitthvað…
Read more


10. June 2008 0

Heiðmerkurfundur og grill

Á morgun, laugardaginn 31. maí, er komið að Heiðmerkufundi KSF. KSS kemur í heimsókn og við ætlum að hafa það ofurskemmtilegt saman. Sr. Íris Kristjánsdóttir verður ræðumauðr og margt fleira skemmtilegt í boði. Fundurinn hefst að vanda kl. 20:30. Nokkrir allsvalir KSF-ingar ásamt ofursvölum KSS-ingum ætla þó að mæta fyrr, kl. 19, og grilla. Allir…
Read more


30. May 2008 0

Þetta er Eurovision lag, þetta er Eurovision lag…

… þetta er alveg týpískt Eurovision lag! Já næstkomandi laugardagskvöld verður að sjálfsögðu Eurovision teiti á vegum KSF. Teitið verður haldið heima hjá Hlín og Þorgeiri að Þórðarsveigi 16, íb. 202 í Reykjavík (Grafarholti). Þar sem útsendingin hjá sjónvarpinu hefst kl. 19.00 mun húsið opna um kl. 18:28. Boðið verður upp á einhverjar veitingar bæði…
Read more


22. May 2008 0