Category: Viðburðir

Fundur á Háaleitisbraut

Í kvöld verður KSF fundur á Háaleitisbrautinni. Háttvirtur skólaprestur vor, sr. Guðni Már Harðarson, ætlar að koma í heimsókn og deila visku sinni með okkur. Að sjálfsögðu verður söngur og lofgjörð og svo er aldrei að vita nema gripið verði í spil eftir fund ef stemming er fyrir hendi. Sjáumst kl. 20:30 á Háaleitisbraut 🙂


19. January 2008 0

Heimafundur í kvöld

Í kvöld ætlar hún Björg að vera svo góð að bjóða okkur heim til sín á fund. Við hittumst því hress og kát á Neshaga 15, risi kl.20:30 í kvöld. Njótum þess að vera saman, ekki láta þig vanta.


12. January 2008 0

Áramótaheit annað kvöld!

Jæja þá vaknar KSF úr jólagírnum enda jólin að klárast á sunnudag. Annað kvöld munum við því safnast saman á Háaleitisbraut kl.20:30 og eiga góða stund saman. Sr. Sigfús Kristjánsson prestur í Hjallakirkju tala um áramótaheit við Guð. Hver veit nema afgangar af veitingum frá áramótunum verði á boðstolnum eftir fund þar sem fólk getur…
Read more


5. January 2008 0

Gleðilegt nýtt ár!

Jæja kæru KSF-ingar nær og fjær. Á morgun laugardaginn 29. desember verður ekki KSF fundur. Hins vegar ætlum við í tilefni áramóta að hafa opið hús að heimili Hlínar og Þorgeirs Þórðarsveigi 16, Grafarholti. Húsið mun opna uppúr kl.1 að morgni 1. janúar, sem sagt eftir mat og flugeldauppskot. Veitingar í boði KSF. Hittumst og…
Read more


28. December 2007 0

Kaffihús og Þorláksmessustund.

Já gott fólk, nú er allt að gerast, enda alveg að koma jól. Annað kvöld ætlum við að taka okkur frí frá jólagjafainnkaupum og hittast á Holtavegi 28 kl.20:30 og eiga saman notalega stund með kaffihúsastemmingu. KSS ingar verða einnig á staðnum enda um að gera að kynnast þeim svo þeir fari nú brátt að…
Read more


21. December 2007 0